top of page

Þróunarverkefni í upplýsingatækni

Í Salaskóla erum við að þróa okkur áfram með notkun upplýsingatækni í öllu okkar starfi. Þar viljum við leggja áherslu á að skoða alla möguleika og nýta sem mest af þeirri tækni sem er í boði fyrir nemendur og kennara í námi og kennslu. Að undanförnu hafa orðið gríðarlegar framfarir í þeirri tækni sem stendur nemendum og kennurum til boða. Við í Salaskóla ætlum að notast við tvo af þessum möguleikum. Annar er Ipad-inn sem hefur notið mikilla vinsælda. Hinn möguleikinn er svokallaður Windows Multipoint server sem býður okkur upp á að setja upp ódýrt lítið tölvuver í hverri stofu. Með þessu viljum við bæta stórkostlega aðgengi nemenda að þeim tækjabúnaði sem þarf til að ná tökum á upplýsingatækninni. 



Uppfært 3.6.2013: Eins og mörg verkefni þá breytast þau á meðan þau eru í vinnslu. Eins og er þá höfum við einbeitt okkur algerlega að iPad spjaldtölvunni og notkun hennar í þróunarverkefninu. Multipoint þjónninn hefur ekki komist að þar sem okkur hefur ekki tekist að verða okkur út um hann. Þó er ekki loku fyrir það skotið að hægt verði að skoða hann í byrjun næsta skólaárs þar sem verkefnið hefur verið framlengt til næstu áramóta.

bottom of page