top of page

Uppsetning á Apple TV í kennslustofu

Þegar ætlunin er að setja upp Apple TV í kennslustofu er rétt að huga vel að þeim tækjum sem þarf til að hægt sé að nýta alla þá möguleika sem Ipad og Apple TV bjóða upp á. Skjávarpinn er nauðsynlegur en til að hafa þetta eins og best verður á kosið er réttast að bæta við einhverjum þokkalegum hátölurum þar sem hljóð skiptir engu minna máli en mynd.Að lokum þá þarf að vera hægt að tengja Apple TV græjuna og Ipad-inn sem nota á, við sama þráðlausa netið.

Þetta er hins vegar ekki allt þar sem þessi tæki þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði til að hægt sé að tengja þau saman. Þá skiptir skjávarpinn mestu máli þar sem tengimöguleikarnir á Apple TV eru því miður ekkert allt of margir. Aðeins er hægt að tengja það við skjávarpann með HDMI snúru. Þess vegna er ljóst að skjávarpinn þarf að vera með þess konar tengi líka. Til að ná svo hljóði frá Apple TV þarf líka að gera ráð fyrir því að skjávarpinn hafi hljóðútgang af einhverju tagi (RCA-tengi, mini-jack eða annað). Þetta er mikilvægt þar sem eini hljóðútgangurinn á Apple TV, fyrir utan HDMI tengið, er optical hljóðútgangur. Sé ætlunin að nota hann þá þýðir það að ekki er hægt að kaupa hvaða hátalara sem er og þeir sem hægt er að kaupa eru talsvert dýrari.

Gamli skjávarpinn og ekkert HDMI tengi

Það er vel líklegt að margir skólar eigi fyrir skjávarpa í mörgum stofum og sjái sér hag í að tengja við þá Apple TV. Hins vegar þá komi fljótlega í ljós að ekkert HDMI tengi er á þessum vörpum. Þó tengið vanti er alls ekki þörf á að kaupa nýjan skjávarpa því hægt er að kaupa, fyrir tiltölulega lítinn pening, tæki sem getur breytt HDMI merkinu yfir á annað merki sem eldri/ódýrari skjávarpar skilja. Sjá t.d. dæmi um svona breytibox hér til hliðar. það virkar þannig að HDMI snúran úr Apple TV er tengt við boxið sem breytir svo merkinu í VGA (mynd) sem tengist við skjávarpann og RCA (hljóð) sem hægt er að tengja beint í hátalara eða í skjávarpan og þaðan í hátalara. Allt eftir því hvað hentar best hverju sinni.

Hvernig virkar þetta svo?

Til að fá þetta allt saman til að virka þá þarf, eins og áður segir að tengja Ipad-inn og Apple TV við sama þráðlausa netið. Það sem gerist svo þegar búið er að ganga frá öllum tengingum er að nú er hægt að spegla það sem sést á skjá Ipadsins gegnum þráðlausa netið yfir á Apple TV-ið sem sýnir svo það sem gerist á Ipad-inum í skjávarpanum.

Er hægt að fara aðrar leiðir og fá samt sömu niðurstöðu?

Já, það er hægt en þá verður maður að velta fyrir sér hversu áreiðanlegt það er sem og hver kostnaðurinn við það er. Virkar þetta alltaf þegar ég vill að þetta virki og getur verið að ég þurfi að borga meira á endanum. Það eru til öpp og forrit sem gera kennara kleift að senda þráðlaust það sem er að gerast á iPad spjaldtölvunni yfir á skjávarpa. Flest vinna þau á sama eða svipaðan hátt eða með því að senda skjá iPadsins yfir þráðlaust net inn í tölvu sem svo sýnir það sem er að gerast annaðhvort á skjá tölvunnar eða skjávarpa sem tengd er við hana. Flest eru þessi öpp mjög ódýr og kosta ein og sér klárlega minna en Apple TV.

Af nokkrum öppum sem geta þetta þá væri sem dæmi hægt að taka fyrir appið/forritið Airserver sem hægt er að ná í fyrir bæði Apple tölvur og PC vélar. Það eina sem þarf að gæta að til að þetta virki nú allt saman er að tölvurnar þurfa að vera með nýlegu stýrikerfi, PC vélar með XP virka t.d. ekki, ásamt því að þær þurfa að vera á sama þráðlausa neti og iPad spjaldtölvan.
Við hér í Salaskóla getum þó ekki fullyrt um áreiðanleika þessarar leiðar þar sem við höfum ekki prufað hana. Við ákváðum strax að fara Apple TV leiðina einfaldlega af þeirri ástæðu að okkur sýndist hún vera áreiðanleg, einföld og líkleg til þess að kennarar myndu tileinka sér hana. Hin leiðin þótti okkur fýsileg þar sem við settum spurningarmerki við einmitt áreiðanleika appa og forrita eins og Airserver. Þá voru nokkarar athugasemdir sem komu upp. T.d. eins og það að þetta eru öpp frá þriðja aðila sem þurfa að fylgja uppfærslum fyrir iPad-inn og tölvuna, hvort sem hún sé PC eða apple tölva. Hvað gerist ef forritið hættir að virka? Hættir kennarinn þá ekki bara að nota þennan möguleika og snýr sér aftur frá nemendum sínum og að gömlu góðu

tússtöflunni.

Annar stór þáttur í því að við ákváðum að fara þessa leið er sá að við erum að skoða hvort að iPad spjaldtölvan geti komið alveg í staðin fyrir hina venjulegu borðtölvu á borði kennarans. Sé það raunin þá mun ekki verða nein tölva tengd við skjávarpann sem hægt er að nota með þeim hætti sem Airserver gerir. Þess vegna yrði Apple TV eina mögulega lausnin til að sýna það sem er á iPad-inum þráðlaust á skjávarpa.

bottom of page