top of page

Apple TV í kennslu

Í flestum kennslustofum þá má finna einhverskonar töflu. Krítartöflu, tússtöflu, smart töflu eða eitthvað í þeim dúr. Þó svo að þessar töflur séu flestar mis tæknivæddar þá hafa þær allar tvo megingalla. Í fyrsta lagi þá er kennarinn alltaf fastur upp við töfluna þegar hann er að nota hana. Það er nefnilega ekkert hægt að setja upp á töfluna nema maður standi upp við hana. Snjalltöflur af mörgum gerðum hafa reynt að leysa þetta upp að einhverju marki en aldrei náð því marki almennilega. Hinn ókosturinn er sá að þegar maður er að skrifa eða teikna upp á töflu þá snýr maður alltaf baki í nemendur og þess vegna berst það sem sagt er, mjög illa til þeirra. 
Ipad og Apple TV leysa bæði þessi atriði mjög vel. Með því að nota þessa aðferð þá geta bæði kennarar og nemendur skrifað og teiknað upp á töflu án þess að þurfa að standa við hana og með bakið í þá sem hlusta.

Flestir kannast við þessar aðstæður. Kennarinn upp við töflu og skrifar og teiknar. Kennarinn snýr baki í nemendur og í raun slítur á allt samband við þá. Í raun þá er þetta eins fráhrindandi fyrir nemendur og hægt er.

Flestir kannast við þessar aðstæður. Kennarinn upp við töflu og skrifar og teiknar. Kennarinn snýr baki í nemendur og í raun slítur á allt samband við þá. Í raun þá er þetta eins fráhrindandi fyrir nemendur og hægt er.

Hér getur kennarinn skrifað á töfluna en samt snúið að nemendum með hjálp Apple TV og iPad. Aðstæðurnar eru mun opnari fyrir nemendur og kennarinn hefur mun betri yfirsýn. Þarna geta kennari og nemendur átt mun opnari samskipti í kennslustundinni þar sem kennarinn þarf aldrei að snúa sér frá nemendum og að töflunni.

bottom of page