top of page

Þróunarverkefnið í grófum dráttum

Þróunarverkefni okkar með Ipadinn er í grundvallaratriðum tvíþætt.  Í fyrsta lagi þá erum við með eitt bekkjarsett með 18 Ipödum sem verða nýtt á öllum stigum skólans. Þá gildir einu hvort að allt settið verði nýtt í einum bekk þar sem um er að ræða svokölluð 1 á 1 verkefni eða nemendur geti unnið fleiri en einn nemandi með hvern Ipad.
Seinni hluti verkefnisins snýr að kennurunum sem ætla að skoða hvernig tækið nýtist þeim í starfi. Til að byrja með þá hafa 7 kennarar fengið afhentan sinn Ipad hver sem hver og einn getur kallað sinn. Tækið eiga þeir svo að reyna að nýta á eins fjölbreyttan máta og hægt er. Til að auka möguleika kennarana í nýtingu Ipadanna þá munu verða settir upp skjávarpar í stofum þeirra sem og Apple TV svo þeir geti sýnt það sem þeir hafa og eru að gera á spjaldinu upp á töflu.

bottom of page