top of page

Grunnöppin

Auk þess sem við erum að skoða hvernig Ipad-inn virkar fyrir nemendur þá erum við líka að athuga hvernig þetta tæki getur komið í staðin fyrir tölvuna sem aðal vinnutæki kennarans. Þess vegna gefur auga leið að þeir munu koma til með að nota einhver öpp sem nemendur nota alla jafna ekki. Sum þessara appa setjum við inn á allar spjaldtölvur, hvort sem um nemenda eða kennara Ipada er að ræða. Þessi öpp köllum við grunnöppin og hérna munum við koma til með að setja inn þessi helstu ásamt því að segja frá því hvernig við nýtum þau. 

Explain Everything

Flott app sem nýtist vel þegar útskýra þarf allt milli himins og jarðar. 

Explain Everything​ er sérstaklega sniðugt þegar útskýra þarf námsefnið á myndrænan hátt fyrir nemendum. Hægt er að fella inn myndir, pdf skjöl, power point glærur, netvafra og margt fleira. Það sem gerir forritið einkar hentugt er það að hægt er að flytja inn í það efni frá netlægum þjónustum eins og Dropbox, Evernote og Box. 

Numbers

Það sem flestir myndu þekkja sem Excel í office pakkanum frá microsoft 

 

Ágætis app til að vinna í excel skjölum. Eins og í keynote þá er hægt að flytja skjöl inn í appið nokkuð auðveldlega. Það er enginn vandi að opna xlsx skrár en vandamálin koma hins vegar fram í dagsljósið þegar maður vill vista inn á Dropboxið sitt eða eitthvað sambærilegt.

Smart office 2

Hér getur þú unnið með öll microsoft skjölin í einu appi

Smart office 2 er virkilega sniðugt app sem gerið þér kleift að vinna í þessum klassísku microsoft office forritum í viðmóti sem svipar mikið til þess sem flestir þekkja úr windows heimi. Hér erum við að tala um word, excel og power point ásamt því að appið getur höndlað með pdf og ýmislegt fleira. Helsti kostur appsins er að hægt er að sækja skjöl í ský eins og dropbox, vinna beint inn í skjalið og vista það svo aftur til baka inn í skýið. Það er svo bónus að þetta app er líka til fyrir android spjaldtölvur sem og flestar gerðir snjallsíma.

Keynote

​Fyrir þá sem vilja frekar nota hefðbundnar glærukynningar þá mælum við með Keynote

Mjög flott app. Hægt að búa til mjög flottar kynningar. Einn af kostunum við app-ið er það að það er auðvelt fyrir þá sem eru vanir að nota office pakkann frá microsoft að venjast því að vinna í appinu. Hægt er að flytja pptx skár inn í appið sem er vel en á því er þó einn galli. Þó hægt sé að opna skrár sem geymdar eru í Dropbox eða líkum þjónustum þá er ekki hægt að vista gögn sem búin eru til í því til baka inn á Dropboxið.

Pages

​Ritvinsluforritið úr iWorks pakkanum frá Apple. 

Getur skrifað heilu bækurnar ef þú nennir en það er mun líklegra að þú munir frekar vilja breyta skjölunum þínum eitthvað aðeins og til þess er pages vel brúklegt app. Verst er þó að Pages glýmir við nákvæmlega sama vistunarvanda og öll hin office öppin frá Apple. Það er hægt að opna skjöl vistuð í Dropbox en gengur ekkert að senda þau þangað aftur eftir að hafa breytt þeim.

Dropbox

​Hér geymum við og gögnin okkar, skiptumst á þeim og vinnum saman. 

Dropbox appið notum við til að nálgast gögnin okkar. Þeim kennurum hjá okkur sem nota þessa gagnageymslu er alltaf að fjölga. Þetta orsakast aðallega af því að við getum ekki nálgast okkar eigin gagnageymslur með Ipad-inum. Dropbox hefur því orðið mikilvægur þáttur hjá okkur þegar kemur að því að vista gögn og skiptast á þeim. Dropbox-ið hjálpar okkur þess vegna að vinna saman.

bottom of page