top of page

Öppin sem við setjum inn á nemenda Ipad-ana

Þar sem við erum ekki að hugsa Ipad spjaldtölvurnar sem persónulegt tæki hvers nemanda heldur sem tæki sem margir geta sótt í þá þurfum við að gaumgæfa vel hvaða öpp fara inn á þá. Þess listi er alltaf í endurskoðun hjá okkur en eins og er þá erum við að stíla inn á að þau öpp sem eru á listanum hér fyrir neðan séu inni á öllum nemenda spjöldunum.

Öpp af ýmsu tagi

Smart Office 2: Gott app sem getur uppfyllt allar okkar þarfir fyrir ritvinnslu, glærukynningar og töflureikni. Ekki skemmir að við getum tengt það við dropbox en allir nemenda Ipad-arnir eru tengdir við sama dropbox notandann.

Khan Academy: Snilld fyrir stærðfræði og raungreinar. Hér hafa nemendur aðgang að allskonar myndbands útskýringum fyrir unga sem aldna um stærðfræði, raungreinar, vísindi og margt fleira.

Pdf notes: Gerið þér mögulegt að krota og skrifa inn á pdf skjöl. Hér er geta nemendur t.d. unnið í pdf útgáfum af vinnubókum sínum. Einn af kostum Pdf notes er að hægt er að tengja það við skýjageymslur eins og dropbox

Wikipanion: Gott app fyrir þá sem vilja hafa Wikipedia opna alfræðisafnið við höndina.

bottom of page