Ipad og Apple TV

Af hverju er Apple TV sniðugt tæki til að hafa í kennslustofunni.

Nokkuð stór hluti af þróunarverkefninu okkar er að kanna hversu vel Ipad spjaldtölvan getur komið í stað þessarar venjulegu borðtölvu sem situr á skrifborði flestra kennara. Eins og mál hafa þróast þá eru kennarar ekki bara að nota þessa tölvu til að hamra inn texta og senda tölvupósta. Tölvan hefur líka verið mikið notuð til að miðla efni. Þá höfum við tengt við hana tæki eins og skjávarpa, hátalara og margmiðlunartöflur. Þess vegna töldum við nauðsynlegt að kanna sérstaklega hvernig Ipad spjaldtölvan getur sinnt þessu hlutverki.
Tæknilega þá er mjög auðvellt að nýta Ipad-inn á sama hátt og við höfum verið að nýta tölvu kennarans. Til þess þarf aðeins að kaupa lítið millistykki svo hægt sé að tengja hann við skjávarpann. 
Hins vegar þá er það ekki alveg það sem maður vill vegna þess að þá er kennarinn ennþá fastur í sömu sporum. Ipad-inn er nefnilega meðfærilegt tæki sem auðvelt er að ganga með á milli nemenda og um alla kennslustofuna. Þegar búið er að tjóðra hann við snúru þá er þess eiginleiki farinn. Til að leysa þetta vandamál er hægt að verða sér úti um svokallað Apple TV sem gerir okkur kleift að sýna það sem við höfum á Ipad-inum algerlega þráðlaust.

Salaskóli, Versölum 5, 201 Kópavogur    Sími: 570 - 4600   Fax: 570 - 4601

Allur réttur áskilinn 2012 Upplýsingatækni í Salaskóla

This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now