top of page

Skipulag og utanumhald

Þar sem nemenda iPadarnir eru nýttir af öllum kennurum og nemendum skólans þá þarf að hafa eitthvað kerfi sem heldur utan um hverjir eru með hvaða iPad og hvenær. Þar sem við erum að nota tækjabókunarmöguleikann í mentor til að halda utan um bókun á tölvuverunum okkar og öllum lausum tækjum þá lá beint við að nota þann möguleika fyrir iPadana líka. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því að til að tækin nýtist sem best þá þarf að vera hentugt að bóka spjaldtölvurnar í henntugum einingum allt eftir því hvernig á að nota þær og hversu margir eru að fara að nota þær.
Fyrsta hugmyndin sem var að setja hvert og eitt tæki sem eina bókunareiningu var fljótlega slegin út af borðinu þar sem við töldum það vera allt of mikið vesen fyrir kennarana að skrá 18 stykki iPada á sig ef ætlunin væri að bóka allt bekkjarsettið. Næsta hugmynd, sem líka var kastað út af borðinu, var að skrá allt settið inn sem eina heild í bókunarkerfið. Við töldum að þetta myndi leiða til slakrar nýtingar á tækjunum þar sem kennari sem ætlaði að bóka t.d. 5 stykki þyrfti að skrá á sig allt settið og aðrir kennarar gengju þá út frá því að öll spjöldin væru í notkun.
Við fórum þess vegna þá leið að búa til misstórar grúppur sem kennarar gætu bókað á sig allt eftir því hvað hver og einn þarf. Kennararnir geta þess vegna skráð á sig allar grúppurnar til að fá öll spjöldin eða allt niður í 1 stykki ef þarf. Spjaldtölvunum er því skipt upp í tvær grúppur með 5 spjöldum, eina grúppu með 3 spjöldum og restin er sett upp sem 1 stk. í hverri bókunareiningu. Þessi uppsetning hefur reynst ágætlega en verður endurskoðuð á vordögum og líklegt er að stöku spjöldum verði fækkað og búin verði til ein 2 – 3 stk. grúppa í viðbót.

Vandamálið

Í raun þá hafa ekki komið upp nein vandamál við bókunarkerfið. Það þýðir þó ekki að vandamálin hafi ekki komið upp. Stærsta vandamálið er nefnilega  þegar það gleymist að skila spjöldunum að notkun lokinni. Það getur leitt til þess að kennslustund hjá öðrum kennara getur farið í súginn á meðan leitað er að spjöldunum. Þarna er bókunarkerfið í raun lausn á vandamálinu þar sem kennararnir hafa bókað iPadana á sig í kerfinu og þess vegna hægt að rekja hver var að nota þá síðast og þannig finna út hver hefur trassað að skila tækjunum á réttan stað.

bottom of page